Skallagrímur hefur endurnýjað samning sinn við Orra Jónsson til næstu tveggja ára.
Orri er 32 ára gamall bakvörður sem að upplagi er úr Reykdælum, en á feril sínum hefur hann leikið fyrir FSU og Skallagrím. „Okkur er sönn ánægja að Orri sé klár í slaginn með okkur áfram og hlökkum til samstarfsins næstu ára“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Skallagríms.