spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSemur við Skallagrím til 2026 „Borgarnes er fyrst og fremst körfuboltabær"

Semur við Skallagrím til 2026 „Borgarnes er fyrst og fremst körfuboltabær”

Skallagrímur hefur framlengt samningi sínum við Ragnar Magna Sigurjónsson til næstu tveggja ára.

Ragnar er fæddur árið 1999 og er að upplagi frá Skallagrím. Hann hefur m.a. leikið fyrir Selfoss og Hamar, en á síðasta tímabili lék hann fyrir Skallagrím. „Ég er virkilega spenntur fyrir að vera áfram í Borgarnesi, finnst þetta lið eiga helling inni og spennandi breytingar framundan. Borgarnes er fyrst og fremst körfuboltabær. Þétt samfélag sem heldur vel utan um sig og sína, ekki annað hægt en að líða vel hérna“. Segir Ragnar Magni.

Fréttir
- Auglýsing -