spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSemur við Hauka til 2027

Semur við Hauka til 2027

Friðrik Ingi Rúnarsson hefur samið við Hauka um að taka við sem þjálfari liðsins í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Tilkynning:

Friðrik Ingi Rúnarsson er nýr þjálfari meistaraflokks karla

Það er Körfuknattleiksdeild Hauka mikið ánægjuefni að tilkynna nýjan þjálfara hjá meistaraflokki karla en Friðrik Ingi Rúnarsson hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við félagið.

Friðrik Ingi er vel þekktur innan íslensks körfuknattleiks og hefur að baki langan og farsælan þjálfaraferil. Hann hefur stýrt ýmsum liðum í efstu deild karla, þar á meðal Njarðvík, Grindavík og KR, auk íslenska karlalandsliðsins við góðan orðstír. Síðast þjálfaði hann kvennalið Keflavíkur fyrir áramót, og árið 2021 stýrði hann liði ÍR í úrvalsdeild karla. Með ráðningu Friðriks kemur því mikil reynsla og þekking inn í félagið.

Við bjóðum Friðrik Inga hjartanlega velkominn til Hauka og bindum miklar vonir við gott samstarf. Hann hefur þegar hafið störf og er í óða önn að undirbúa liðið fyrir sinn fyrsta leik, sem fer fram gegn Hetti á Egilsstöðum, föstudaginn 3. janúar kl. 19:00.

Friðrik Ingi tekur við þjálfarahlutverkinu af Emil Barja, sem hefur sinnt starfinu af mikilli prýði síðustu vikur. Emil mun nú einbeita sér alfarið að þjálfun kvennaliðsins. Við þökkum Emil innilega fyrir hans ómetanlega framlag og fórnfýsi á þessum krefjandi tímum.

Við óskum Friðriki góðs gengis á komandi mánuðum.

Áfram Haukar!

Fréttir
- Auglýsing -