spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSemur við Hauka til 2026

Semur við Hauka til 2026

Haukar hafa samið við Lovísu Björt Henningsdóttur til næstu tveggja tímabila.

Lovísa er að upplagi úr Haukum og hefur hún spilað stórt hlutverk í liðinu síðan hún kom aftur heim úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum árið 2019. Þá hefur hún verið fyrirliði liðsins síðustu tímabil, en á þessum tíma hefur liðið í þrígang unnið bikarmeistaratitilinn.

Emil Barja hafði þetta að segja um samning Lovísu: “Lovísa er ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu bæði innan og utan vallar. Hún hefur verið fyrirliði liðsins síðustu ár og er mikill leiðtogi. Það er frábært að halda Lovísu áfram í Haukum og styrkir hún okkur mikið í baráttunni um titilinn.”

Fréttir
- Auglýsing -