Haukar hafa samið við Lovísu Björt Henningsdóttur til næstu tveggja tímabila.
Lovísa er að upplagi úr Haukum og hefur hún spilað stórt hlutverk í liðinu síðan hún kom aftur heim úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum árið 2019. Þá hefur hún verið fyrirliði liðsins síðustu tímabil, en á þessum tíma hefur liðið í þrígang unnið bikarmeistaratitilinn.
Emil Barja hafði þetta að segja um samning Lovísu: “Lovísa er ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu bæði innan og utan vallar. Hún hefur verið fyrirliði liðsins síðustu ár og er mikill leiðtogi. Það er frábært að halda Lovísu áfram í Haukum og styrkir hún okkur mikið í baráttunni um titilinn.”