spot_img

Semur við Hamar

Hamar hefur samið við Fotis Lampropoulos fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld.

Fotis kom fyrst til Íslands fyrir þremur tímabilum. Fyrsta tímabilið lék hann með Njarðvík, en síðustu tvö hefur hann verið á mála hjá Þór í Þorlákshöfn. Áður en hann kom til Íslands lék hann í nokkrum af bestu deildum Evrópu, þar á meðal á Spáni og í heimalandinu Grikklandi.

Fréttir
- Auglýsing -