Fyrstu deildar lið Breiðabliks hefur samið við Matthías Örn Þórólfsson til ársins 2026.
Matthías Örn er fæddur árið 2007 og að upplagi úr félaginu, en hann var hluti af gífurlega sterkum 12. flokki og ungmennaflokki félagsins á síðustu leiktíð. Þá var hann einnig valinn til æfinga með undir 18 ára liði Íslands á síðasta tímabili.