Íslandsmeistarar Vals hafa framlengt samningi sínum við þjálfara sinn Finn Frey Stefánsson til ársins 2028. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.
Finnur kom til Vals árið 2020 eftir sigursæl ár með uppeldisfélagi sínu í KR þar sem hann vann fimm Íslandsmeistaratitla. Hjá Val hefur hann bætt enn í safnið, en með þeim hefur hann unnið tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla síðan hann tók við.
„Mér hefur liðið mjög vel að Hlíðarenda og hef eignast marga góða vini. Ég hlakka til næstu ára og vinna í því góða umhverfi sem er hér í Val.“ Segir Finnur með tilkynningu félagsins.