spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSemur til 2027 ,,Hrikalega sáttur með þessa framlengingu"

Semur til 2027 ,,Hrikalega sáttur með þessa framlengingu”

Haukur Helgi Briem Pálsson hefur framlengt samninga sína við Álftanes til ársins 2027. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Haukur Helgi kom til félagsins fyrir síðasta tímabil og hefur hann síðan hann kom til þeirra verið einn af bestu leikmönnum deildarinnar.

Huginn Freyr Þorsteinsson formaður Álftaness eftir að samningar voru í höfn „Haukur Helgi er frábær leiðtogi á vellinum og fyrir okkur sem stöndum að klúbbnum á Álftanesi er það afar ánægjulegt að hann spili áfram fyrir okkur. Ekki bara er það vegna stórkostlegra hæfileika hans inn á vellinum heldur líka þátttaka hans í að byggja upp þennan unga klúbb.“

Þá sagði Haukur Helgi „Ég er hrikalega sáttur með þessa framlengingu og geti haldið áfram að spila fyrir þennan frábæra klúbb sem og fengið að taka þátt í uppbyggingu félagsins.“

Fréttir
- Auglýsing -