spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSemja við fimm leikmenn

Semja við fimm leikmenn

Hamar hefur samið við fimm leikmenn fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla. Um er að ræða fimm uppalda heimamenn, en þeir eru Birkir Máni, Arnar Dagur, Kristófer Kató og Egill Þór.

Birkir Máni kom á síðasta tímabili aftur til Hamars eftir að hafa verið í nokkur ár með yngri flokkum ÍR. Þaðan kom Lúkas Aron einnig aftur frá nú í sumar. Kristófer Kató var sömuleiðis með yngri flokkum ÍR, en Arnar Dagur er að koma aftur til Hamars eftir eitt tímabil með Hrunamönnum. Þá er Egill Þór að framlengja samning sinn, en hann hefur verið með Hamri síðustu ár.

Fréttir
- Auglýsing -