spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSemja við 19 leikmenn og þjálfara

Semja við 19 leikmenn og þjálfara

Snæfell samdi á dögunum við fjölda leikmanna fyrir komandi átök í fyrstu deildum karla og kvenna.

Hjá meistaraflokki kvenna samdi liðið við Alejandro Rubiera sem þjálfara, en hann mun einnig leika fyrir meistaraflokk karla hjá þeim. Honum til aðstoðar verður Óttar Sigurðsson. Framlengdi félagið samninga sína við Ölfu Magdalenu Frost, Ingigerði Sól Hjartardóttur, Katrínu Mjöll Magnúsdóttur, Natalíu Mist Þráinsdóttur Norðdal og Valdísi Helgu Alexandersdóttur. Þá samdi Snæfell við þær Díönu Björgu Guðmundsdóttur og Juliu Caril Lu Adlawan, en þær koma frá grönnum þeirra í Skallagrími.

Hjá meistaraflokki karla framlengdi félagið samninga sína við þá Aron Inga Hinriksson, Viktor Brimir Ámundarson, Bæring Breiðfjörð, Eyþór José, Hjört Jóhann Sigurðarson, Eyþór Lár Bárðarson, Magna Blæ Hafþórsson, Margeir Bent, Snjólf Björnsson og Sturlu Böðvarsson.

Fréttir
- Auglýsing -