spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSelfoss semur við þjálfara og sex leikmenn

Selfoss semur við þjálfara og sex leikmenn

Árni Þór Hilmarsson skrifaði á dögunum undir sem þjálfari Selfoss til næstu tveggja ára í fyrstu deild karla. Einnig mun hann sjá um akademíuna og vera yfirþjálfari yngri flokka. Geir Helgason verður honum innan handar í meistaraflokki sem spilandi aðstoðarþjálfari.

Þá skrifuðu sex leikmenn undir samning um að spila með meistaraflokki Selfoss á komandi leiktíð. Birkir Hrafn Eyþórsson og Ísar Freyr Jónasson endurnýjuðu samninga sína frá síðasta tímabili. Þá koma Arnór Bjarki Eyþórsson og Styrmir Þorbjörnsson til baka á Selfoss eftir stopp í Þorlákshöfn en einnig kemur Tristan Rafn Ottósson til liðsins frá Þór Þorlákshöfn. Auk þeirra kemur Geir svo til baka eftir þriggja ára pásu frá körfubolta.

Einnig tók ný stjórn við taumunum hjá félaginu, en meira er hægt að lesa hér um samningana við þjálfara, leikmenn og nýju stjórnina.

Fréttir
- Auglýsing -