Selfoss hefur samið við átta leikmenn fyrir komandi átök í fyrstu og þriðju deild.
Leikmennirnir eru allir fæddir 2006 og koma úr yngri flokkum félagsins, en þeir eru Ari Hrannar Bjarmason, Birkir Máni Sigurðarson, Fróði Larsen, Gísli Steinn Hjaltason, Sigurður Darri Magnússon, Sigurður Logi Sigursveinsson, Tristan Máni Morthens og Unnar Örn Magnússon.
Samkvæmt tilkynningu félagsins mun Selfoss bæða vera með lið í fyrstu og þriðju deild Íslandsmótsins og því standa vonir þeirra til að þessir efnilegu leikmenn fái reynslu af meistaraflokksbolta á komandi vetri.