Sameinað lið Selfoss og Hamars varð á dögunum meistari í 2. deild 9. flokks drengja eftir sigur á B liði Stjörnunnar í úrslitaleik, 80-62.
Atkvæðamestur fyrir Selfoss/Hamar var Fjölnir Morthens með 25 stig, 12 fráköst, 7 stoðsendingar og 9 stolna bolta.
Fyrir Stjörnuna var það Jakob Kári Leifsson sem dró vagninn með 17 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum.
Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu með þjálfara sínum Hlyni Héðinssyni og Arnóri Bjarka Eyþórssyni.
Mynd / KKÍ