spot_img
HomeFréttirSektaður fyrir að setja Ólympíuleika fatlaðra

Sektaður fyrir að setja Ólympíuleika fatlaðra

20:15

{mosimage}

Kínverski risinn Yao Ming hjá Houston Rockets gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja milljón króna sekt frá félaginu þar sem hann mun missa af fyrstu tveimur dögum liðsins í æfingabúðum sem hefjast þann fyrsta næsta mánaðar.

Ólympíuleikar fatlaðra hefjast í Shanghai í Kína þann 1. október og hefur Ming lofað sér að taka þátt í opnunarathöfninni þar sem hann hefur verið skipaður sérstakur sendiherra leikanna. Þetta gerir hann í óþökk við forráðamenn Rockets í NBA deildinni.

Æfingabúðir í NBA hefjast um mánaðamótin og er fyrsti dagurinn sérstakur fjölmiðladagur, þar sem forráðamenn deildarinnar krefjast þess að hver einasti fulltrúi liðanna mæti sé þess kostur.

Félögin í NBA beita sektum sem fara yfir 20,000 dollara á leikmenn sem ekki mætta á fjölmiðladaginn og þá liggur 2,500 dollara sekt við því að skrópa á fyrstu æfingu og 5,000 dollara sekt fyrir hvern dag eftir það í æfingabúðunum. Í versta falli gæti það því kostað Yao hátt í tvær milljónir að skrópa í æfingabúðirnar.

Talsmaður Houston segir að Yao Ming hafi löngu verið gerð grein fyrir afleiðingum þátttöku sinnar í Ólympíuleikum fatlaðra. Miðherjinn sjálfur hefur harmað að missa úr tvo daga af æfingabúðunum en segist ekki geta svikið skuldbindingu sína í heimalandinu og ætlar að leggja hart að sér við að vinna upp tapaðan tíma með félögum sínum þegar hann snýr aftur til æfinga með Rockets.

Houston hefur fengið til sín nýjan þjálfara, Rick Adelman, og nokkra nýja leikmenn í sumar og því eru spennandi tímar framundan hjá Texas-liðinu.

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -