spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSektaðir fyrir vítaverða framkomu áhorfenda í garð dómara

Sektaðir fyrir vítaverða framkomu áhorfenda í garð dómara

Dómarar í leik Breiðabliks og KFG í fyrstu deild karla lögðu inn kæru til KKÍ vegna rasískra ummæla og háttsemi áhorfenda í leiknum sem fram fór um miðjan mánuðinn. Myndbrot frá atvikinu má sjá hér, en á því má meðal annars heyra orðin ,,ert þú of skáeygður til að sjá þetta”.

KFG sendi frá sér yfirlýsingu fljótlega í kjölfarið þar sem félagið harmaði atvikið og sagði félagið gera miklar kröfur til leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma.

Hérna má lesa yfirlýsingu KFG

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ úrskurðaði á dögunum í málinu. Úrskurðinn má lesa í heild hér fyrir neðan, en niðurstaða hans er að félagið skuli greiða 30.000 kr. vegna háttsemi áhorfenda í leiknum.

Agamál 37/2024-2025

Með vísan til ákvæðis h. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hið kærða félag, KFG, gert að greiða sekt að fjárhæð 30.000 kr. vegna háttsemi áhorfenda í leik KFG og Breiðabliks, 1. deild karla, sem fram fór þann 11. janúar 2025.

úrskurð má lesa í heild sinni hér 

Fréttir
- Auglýsing -