Tindastóll tók á móti Ármanni í 1. deild kvenna í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en heimakonur lönduðu mikilvægum sigri á endanum.
Heimakonur í Tindastól hófu leikinn með látum og voru komnar í 12-0 áður en Ármann vaknaði til lífsins en fyrstu stig gestanna komu eftir rúmar 5 mínútur. Þá settu þær líka í fluggír og náðu 17-6 kafla fyrir lok leikhlutans og voru 18-19 yfir að honum loknum. Annar leikhluti var jafnari en um hann miðjan náðu Stólastúlkur að rykkja aðeins aftur frá gestunum og voru 36-29 yfir í hálfleik
Stólar byrjuðu seinni hálfleikinn svipað og leikinn, náðu 9-3 kafla en Ármann lagaði stöðuna aðeins fyrir lokaátökin, 47-39 fyrir heimakonur þegar 4 leikhluti hófst. Mikil barátta var hlaupin í leikinn og var fast tekist á undir körfunni þar sem Emese Vida og Smith slógust nánast um hvert frákast. Tindastóll náði að halda forystunni nokkurn veginn og voru 10 stigum yfir þegar 2:30 lifðu leiks og þrátt fyrir áhlaup Ármanns með 2 þristum frá Jónínu Karls þá héldu heimakonur leikinn út og lönduðu sigrinum.
Emese Vida átti hörkuleik fyrir Tindastól og skilaði tröllatvennu, 14 stigum og 18 fráköstum. Ife var stigahæst með 19 stig. Hjá Ármanni munaði töluvert um að Jónína var ekki að finna fjölina sína í skotum en hún endaði með 11 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Elfa Falsdóttir var stigahæst gestanna með 14 stig.
Myndasafn (væntanlegt)
Umfjöllun, myndir / Hjalti Árna