Heimamenn í Þór lögðu í kvöld lið Hattar í Þorlákshöfn í áttundu umferð Dominos deildar karla, 97-89. Þór eftir leikinn með 12 stig í 2.-3. sæti deildarinnar ásamt Stjörnunni á meðan að Höttur er í því 11. með 4 stig.
Atkvæðamestir heimamanna í kvöld voru Larry Thomas með 31 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar og Adomas Drungilas með 24 stig og 7 fráköst. Fyrir Hött voru það Michael Mallory og Dino Stipcic sem drógu vagninn. Mallory með 23 stig og 10 stoðsendingar og Stipcic bætti við 16 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum.
Bæði lið leika næst komandi fimmtudag 11. febrúar. Höttur fær Hauka í heimsókn á meðan að Þórsarar mæta nöfnum sínum á Akureyri.