Eftir að hafa tapað þrem leikjum í röð og þar af einum á heimavelli komu Þórsstúlkur sterkar inn í kvöld þegar liðið tók á móti Val í A riðli Bónusdeild kvenna í körfubolta. Lokatölur 84:73 en staðan í hálfleik var 46:37 Þór í vil.
Leikur liðanna var hin besta skemmtun allt frá fyrstu mínútu og þar til yfir lauk en óhætt að segja að talsverðar sveiflur hafi verið talsverðar. Þá má segja að öflug byrjun Þórs hafi lagt góðan grunn að sigrinum því eftir fyrsta leikhluta leiddi Þór með 15 stigum 30:15. Gestirnir áttu á brattan að sækja og í kvöld hafði liðið einu sinni forystu í leiknum í stöðunni 2:3 og ekki söguna meir. Aukin heldur tókst liðinu aldrei að jafn leikinn þótt þær hafi náð af og til að narta í hæla Þórsstúlkna.
Valskonur komu sprækari inn í annan leikhluta og með mikilli baráttu náði liðið að saxa ögn á forskot heimakvenna Valskonur unnu leikhlutann 16:22 og þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik var munurinn komin niður í 9 stig 46:37.
Í fyrri hálfleik hafði Amandine kominn með 16 stig, Maddie 8 og Esther 7. Hjá Val var Jiselle með 11 stig, Alyssa 9 og þær Dagbjört og Sara 5 stig hvor.
Í þriðja leikhluta hafði Þór ágætis tök á leiknum en í raun var fátt um fína drætti hjá báðum liðum þar sem Þór skoraði 18 stig í leikhlutanum en gestirnir aðeins 12. Þórsstúlkur leiddu með 15 stigum þegar lokaspretturinn hófst 64:49.
Þórsarar byrjuðu lokakaflann með því að skora fimm fyrstu stigin fyrr en varði var munurinn komin í 20 stig 69:49 og aðeins mínúta liðin af leikhlutanum. En það sem eftir lifði af leikhlutanum voru gestirnir heldur sprækari og söxuðu á forskotið og þegar yfir lauk var munurinn á liðunum aðeins 11 stig 84:73. Sigur Þórs var sanngjarn og í raun aldrei í hættu.
Gangur leiks eftir leikhlutum: 30:15 / 16:22 (46:37) 18:12 / 20:24 = 84:73
Í l iði Þórs var Madison Anne Sutton frábær en hún var með þrennu í kvöld 12 stig 16 fráköst og 11 stoðsendingar. En stigahæst var Amandine Toi með 24 stig 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Esther Fokke 13/4/1, Eva Wium 12/6/4, Emma Karólína 10/4/1, Natlia Lalic 10/2/0 og Hanna Gróa 3/2/0. Þá komu þær Adda Sigríður og Katrín Eva við sögu en náðu ekki að skora.
Framlag Valskvenna: Jiselle Elizabeth 25/2/2, Alyssa Marie 16/6/1, Dagbjört Dögg 10/4/1, Anna María 7/3/3, Sara Líf 7/7/1, Ásta Júlía 6/1/2, Eydís Eva 2/4/0, Guðbjörg 0/5/1, Elísabet Thelma 0/0/0, Sigrún María 0/1/1.







Umfjöllun, myndir / Palli Jóh