spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSeiglusigur Þórs gegn ÍR í Þorlákshöfn

Seiglusigur Þórs gegn ÍR í Þorlákshöfn

Þór lagði ÍR í kvöld í Þorlákshöfn í 18. umferð Subway deildar karla, 91-87. Eftir leikinn er Þór í 8. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að ÍR er enn í 11. sætinu með 10 stig.

Fyrir leik

ÍR vann fyrri leikinn 79-73  á heimavelli þar sem fátt var um fína drætti og frekar dapur leikur hjá báðum liðum. ÍR hafði unnið tvo leiki í röð áður en þéir töpuðu fyrir Haukum í síðasta leik fyrir landsleikjahlé og bersjast þeir fyrir lífi sínu í deildinni fjórum stigum frá öruggu sæti og þurfa á sigri að halda. ÍR misstu Massarelli út tímabilið í meiðsli hann er samt með liðinu hér í kvöld.

Þórsarar eru búnir að vera á eldi og unnið fjóra leiki í röð í deildinni eftir að hafa loksins smollið saman. Bara spurning hvernig þetta landsleikjahlé hefur farið í þá en þeir eru með 14 stig og í sjöunda sæti fyrir þessa umferð.

Byrjunarlið

Þór. Shahid, Styrmir,Davíð, Jordan, Fotios

ÍR: Taylor, Pryor, Ragnar, Sigvaldi, Hákon.

Gangur leiks

Fyrsti leikhluti. Bæði lið byrja á að rúlla kerfin beint af æfingasvæðinu og kemst ÍR 6-12 glæsileg tilþrif frá Taylor sem treður yfir Sample og fær vítaskot að auki.Þórsarar eru samt eins og hendi væri veifað komnir í 13-12.  ÍR tekur leikhlé í stöðunni 21-22 Ísak að skerpa á sínum mönnum sem hafa verið að spila vel en ná ekki að hrista Þór af sér og virðast eiga nóg inni. Leikhlutinn endar 30-25 eftir að ÍR skorði þrist til að bjarga sér eftir leikhléið þar sem Þór skoraði 9 stig í röð, en varnarlína Þórs er sterk og er erfitt fyrir Taylor að berjast einn í teignum í vörn og sókn.

ÍR koma sterkir inn í annan leikhluta og eru búnir að jafna eftir mínútu og gaman að sjá að liðin hafa æft vel því hér eru öll kerfi keyrð með misjöfnum árangri þó. Þór er 3 stigum yfir  þegar 4 mínútur eru eftir og leikhlé ÍR. Gestirnir verða að nýta tækifærið því á köflum eru Þórsarar ekki að fylgja plani og þá hafa Íringar náð að ganga á lagið og vörn Þórs heldur þeim yfir. Fyrri hálfleikur endar Þór 43-47 ÍR eftir að Taylor treður með tilþrifum eftir sendingu frá Ragnari. ÍR er með 52% skotnýtingu á móti 41% hjá Þór sem eru líka 4 af 17 í þriggja stiga annað er jafnt.

Atkvæðamestir í fyrri hálfleik

Þór: Vincent 15 stig 6 stoð

ÍR. Hákon og Taylor báðir með 12 stig.

Seinni hálfleik byrjar Þór að fylgja plani sóknarlega og komast yfir og vonandi fyrir þá, þá halda þeir því áfram því þetta ÍR lið er komið með sjálfstraust og leikur ekki eins og lið í næstneðasta sæti. Liðin skiptast á forystunni lengst af þriðja leikhluta en Þór er skrefi á undan samt ekki nema hálfu þó. Í stöðunni 70-66 og 1:13 eftir er tæknivilla á bekkin hjá Þór en það virðast bara þeir sem geta tapað þessum leik sjálfir og vonandi ná þeir að núlla sig. ÍR þarf að trúa því þeir eru með gott lið. Staðan þegar við förum í fjórða leikhluta er Þór 72-67 íR.

Wíum tekur leikhlé í stöðunni 76-73 til að stoppa strax run hjá Þór og stappa stáli í sína menn sem verða að vera þolinmóðir til að eiga von. Þórsarar koma yfirvegaðari útúr leikhléinu og bæta við forystuna fyrst um sinn en svo ná ÍR að jafna þegar 4:35 eru eftir þá setur Malik þrist sem er fylgt eftir með and 1 körfu frá Jordan Sample og munurinn orðin 6 stig. Þetta er leikurinn í hnotskurn Þór kemst yfir og verða værukærir og þannig hafa ÍR ingar færi á að vinna. Hörku leikur og staðan er orðin 89-87 þegar 19.8 sek lifa Þór bolti. Þeir komast í 91-87 13 sek lifa og Þór þarf bara ekki að brjóta og ÍR að hlaupa upp og skora.

ÍR fær tvær tilraunir en klikka á báðum og leikurinn endar Þór 91-87 ÍR.

Atkvæðamestir

Þór: Vincent 28 stig og 9 stoðsendingar

ÍR: Hákon 27 stig 4 stoðsendingar.

Hvað svo?

Þórsarar eru komnir í sjöunda sætið og fara til Njarðvíkur, sem er heitasta lið deildarinnar en þar geta þeir unnið sinn sjötta leik í röð. Ef þeir spila góða kaflan sinn allan leiknn þá gera þeir það ekki spurning.

ÍR fær KR í heimsókn sem verða annaðhvort fallnir eða að róa lífróður í deildinni. Miðað við leikinn í kvöld á ÍR að vera í efstu deild því þeir hafa allt bæði góða leikmenn og þjálfara það eina sem skilur að er sjálfstraustið

Tölfræði leiks

Myndasafn (Væntanlegt – Atli Mar)

Fréttir
- Auglýsing -