spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSeiglusigur Stjörnunnar í Skógarseli

Seiglusigur Stjörnunnar í Skógarseli

Stjarnan vann ÍR og eru komnir í fjögurra liða úrslit. 

Stjarnan var með yfirhöndina lungan úr leiknum en ÍR ingar náðu leiknum niður í eitt stig í fjórða leikhluta og setti Stjörnumenn uppá afturlappirnar en þeir stóðust áhlaupið í lokin.

Orri Gunnarsson leiddi sína menn lengst af stigalega og í framlagi en þegar reyndi á taugarnar steig landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór og endaði leikinn á þrefaldri tvennu sem skilaði hans mönnum í undanúrslit.

Mikil eftirsjá í ÍR sem var spáð falli. Falko var frábær í kvöld með 31 stig og vonandi fyrir ÍR verður hann hér næsta vetur. 

Takk fyrir okkur ÍR. Sjarnan heldur áfram að skemmta okkur og næsta sería er Grindavík

Fyrir leik

ÍR tekur á móti Stjörnunni í leik fjögur í Skógarselinu, til að jafna einvígið. 

ÍR náði sér í líflínu í Garðabænum með sigri og komu eivíginu í 2-1 og þurftu Stjörnumenn að setja sópinn aftur inní skáp fyrir betri tíma. Allir heilir báðum megin.

Byrjunarlið

ÍR: Falko. Hákon. Colin.  Zarko. Matej

Stjarnan: Ægir. Hilmar. Orri. Jase. Shaq

Fyrri hálfleikur

Spenna eins og við var að búast í byrjun, mistök og góð vörn skila lágu stigaskori í fyrsta leikhluta. Hákon að dekka Orra í byrjun og Ægir á Falko og í byrjun að fara undir skríninn hjá honum með litlum árangri en honum til varnar verður að reyna að finna einhverja leið til að stoppa Falko sóknarlega.

Undir lok fyrsta leikhluta fara stjörnumenn hinsvegar á skrið og hirða hvert sóknarfrákastið af fætur öðru eða 6. Þegar leikhlutin er búin er staðan ÍR 18-22 Stjarnan.

Orri leiðir sóknina hjá Stjörnunni og setur fimm snögg stig í byrjun annars leikhluta einhvað sem vörn ÍR þarf að finna lausn á en stóri drengurinn er að hitta fyrir utan líka. Á meðan er Falko að reyna að finna glufu á vörn Stjörnumanna hinum meginn en það hjálpar ÍR að það eru ekki margir aðrir að fylgja með Orra sóknarlega framan af en þeir Stjarnan sýnir samt mátt sínn og líkur leikhlutanum með 12 stiga forskoti og eru yfir í allri baráttu. Því miður virðast ÍR vera orðnir þreyttir og fáliðaðir en sjáum til Borce hefur kannski einhvað uppí erminni. ÍR 36-48 Stjarnan 

Helsta tölfræði fyrri hálfleiks

ÍR: 46%FG. 16frk 10 tapaðir boltar. Falko 19 stig 20 frl

Stjarnan:41% FG 24 frk þar 13 sóknarfrk. Orri 14 stig 15 frl

Seinni hálfleikur

Stjarnan er ekkert að labba yfir ÍR inga sem bíta frá sér hérna í byrjun seinni hálfleiks. Það gengur ágætlega hjá þeim að stoppa alla nema Orra sóknarlega er Ægir kemur með góð stig. Nema eins og hefur sannað sig að það er gott að spila góða vörn en það verða samt að koma stig líka og ÍR á erfitt með að setja þau á töfluna í framhaldi af góðri vörn þó skotin séu jafnvel opin.

ÍR 54-64 Stjarnan þegar við förum í fjórða og Hooligans blása í herlúðra í stúkunni þeir vita að 10 stig er enginn munur með Borce við stýrið.

5 snögg stig frá ÍR og þetta er orðinn leikur strax í byjun fjórða.

Oscar setur tvö risa þrista alltí einu er þetta ekki nema 3 stig sem munar nú reynir á taugarnar hjá Stjörnumönnum. Ægir Þór þekkir þessar aðtæður og sér til þess að ÍR er en fyrir aftan þá. En ÍR er að sprengja þetta upp. En Baldur er þekktur fyrir að stilla taugarnar og setur reynsluboltan Hlyn inná, þetta er andrúmsloft sem hann þekkir og unir.

ÍR 74-75 Stjarnan og mínúta eftir. Þá skorar Orri af harðfylgi og kemur þessu uppí fjögur stig.

Orri Gunnarsson kórónar sinn leik með stolnum bolta hérna undir lok leiks 

ÍR er komið í sumarfrí eftir hetjulega baráttu ÍR 74-80 Stjarnan.

Atkvæðamestir

ÍR: Falko 31 stig 8 stoð 34 frl

Stjarnan: Ægir með þrennu 10frk 10 stoð og 16 stig 26 frl og Orri með sinn besta leik 21 stig og 26 frl.

Hvað svo

ÍR-ingar jafna sig á þessu í sumarfríinu. 

Stjarnan fær Grindavík í næstu umferð.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -