spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSeiglusigur Sindra gegn ÍA á Akranesi

Seiglusigur Sindra gegn ÍA á Akranesi

Skagamenn í ÍA tóku á móti Hornfirðingum í Sindra í fyrstu umferð 1. deildar fyrr í kvöld.

Hlutskipti liðanna í deildinni síðasta tímabil voru ólík, ÍA endaði í 10. sæti deildarinnar og náði því ekki í úrslitakeppni á meðan Sindri endaði í 3. sæti deildarkeppninnar og komust í undanúrslit úrslitakeppninnar.

Gangur leiks

Leikurinn fór rólega af stað og jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhluta og staðan 17-17 eftir að Skagamenn settu niður síðasta skot leikhlutans. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrri endaði en Sindramenn kláruðu fyrri hálfleikinn betur og leiddu í hálfleik 35-43.

Í síðari hálfleik var heilt yfir sama jafnræðið áfram með liðunum, Sindramenn náðu mest 13 stiga forystu en heimamenn gerðu nokkur áhlaupin en þau dugðu þó ekki til og góður sigur Sindra á ÍA staðreynd, lokatölu ÍA 75 Sindri 80.

Atkvæðamestir

Í liði heimamanna var Gabriel Aderstek atkvæðamestur með 21 stig og 14 fráköst en hjá Sindra var Oscar Jorgensen stigahæstur með 19 stig en innkoma Guillermo Sanchez af bekknum var gríðarlega dýrmæt en hann endaði með 17 stig.

Athyglisverðir punktar

Sindri vann einn leikhluta en vann samt leikinn.

ÍA tók 20 vítaskot í leiknum og hitti 12 af þeim á meðan Sindri tók 37 vítaskot og hitti 27.

Gabriel Aderstek lék allar 40 mínútur leiksins.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / HGH

Mynd / BG

Fréttir
- Auglýsing -