spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSeiglusigur í Sandgerði

Seiglusigur í Sandgerði

Fjölnismenn sóttu Þrótt Vogum heim og rúmlega það, alla leið í Sandgerði. Það má með sönnu segja að fá lið, ef nokkur, hafa komið jafnmikið á óvart og Þróttur Vogum. Fyrir leikinn voru þeir í 4 sæti deildarinnar.

Fjölnismenn hafa átt gott tímabil til þessa og það var ekki ástæða til að ætla annað en að hart verði barist í kvöld.

Og það kom á daginn, fyrri hálfleikur var jafn og jafnt á flestum tölum en Fjölnir þó ætíð skrefinu á undan. Þegar gengið var til leikhlés höfðu Fjölnismenn 6 stiga forystu, 40-46.

Gestirnir áttu fyrstu stig síðari hálfleiks og voru fljótlega komnir með 11 stiga forystu. Þróttarar voru mikið að tapa boltanum á fundu ekki margar glufur á vörn Fjölnis.

Í seinni hluta 3ja leikhluta náðu heimamenn þó góðu áhlaupi og minnkuðu forystu Fjölnis jafnt og þétt. Munaði aðeins einu stigi er lokaleikhlutinn fór af stað, 59-60

Aftur voru það Fjölnismenn sem byrjuðu betur og skoruðu fyrstu körfuna. Leikurinn var jafn og hvort það var spennustigið, þá gerðu bæði lið mörg mistök og töpuðu boltanum hvað eftir annað. 

Þegar 90 sek voru  eftir var Fjölnir yfir 70-76 en leikurinn engan veginn búinn. Þróttarar settu þrist og það fór verulega um gestina sem voru áfjáðir í að halda sér við topp deildarinnar.

Lokasekúndur voru æsispennandi. Þróttur 3 stigum undir þegar 4,2 sek voru eftir og tóku leikhlé. Þeir þurftu hraða þriggja stiga körfu til að knýja framlengingu fram. Brotið var á gólfinu og þeir fengu Þróttarar 2 vítaskot. Þeir  skoruðu úr fyrra og brenndu af viljandi því seinna til að freista þess að ná nýrri sókn. Það tókst en tíminn of naumur til að koma boltanum í færi

Það fór svo að Fjölnir hafði þetta að lokum 76-78.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -