spot_img
HomeFréttirSeiglusigur gegn Andorra

Seiglusigur gegn Andorra

16:57
{mosimage}

(Logi setti niður 17 stig fyrir íslenska liðið í dag)

Íslenska karlalandsliðið var rétt í þessu að vinna seiglusigur á Andorramönnum á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. Lokatölur leiksins voru 82-77 Íslendingum í vil eftir að liðsmenn Andorra höfðu haft frumkvæðið framan af leik.

Andorra leiddu 24-15 eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik var staðan 44-37 Andorra í vil. Eftir þriðja leikhluta var staðan 59-59 og svo reyndust Íslendingar sterkari á endasprettinum og lokatölur því 82-77 og Ísland því búið að vinna tvo af þremur leikjum sínum á Kýpur.

Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig og 3 stoðsendingar. Honum næstur var Magnús Gunnarsson með 14 stig en þeir Páll Axel Vilbergsson og Sigurður Þorvalsson voru báðir með 11 stig.

Á morgun leika Íslendingar sinn fjórða og næstsíðasta leik þegar þeir mæta San Marínu kl. 13:00 að íslenskum tíma.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -