spot_img
HomeFréttirSefolosha og Capela líklega ekki með gegn Íslandi

Sefolosha og Capela líklega ekki með gegn Íslandi

 

Samkvæmt þjálfara Íslands þykir ólíklegt að NBA leikmennirnir Thabo Sefolosha (Atlanta Hawks) og Clint Capela (Houston Rockets) verði með svissneska landsliðinu í undankeppni evrópumótsins sem hefst nú í lok ágúst. Almennt virðist vera allur gangur á því hvort að þeir leikmenn sem leika í NBA deildinni taki þátt í þessu móti. Tímabilið, eins og kannski flestir vita, getur verið bæði langt og strangt þar og því kannski erfitt fyrir leikmenn að komast í þann takt sem þeir vilja vera með sínum liðum þar sem að undankeppnin er rúmur hálfur mánuður og fer fram á sama tíma og undirbúningstímabilið. Einnig hefur það verið nefnt að í einhverjum tilvikum geti það reynst of dýrt að tryggja þessa dýru leikmenn með landsliðum sínum.

 

Margir þessara leikmanna verða þó með í undankeppninni, Jusuf Nurkic (Denver Nuggets / Bosnía), Mirza Teletovic (Milwaukee Bucks / Bosnía), Timofey Mozgov (Los Angeles Lakers / Rússland), Goran Dragic (Miami Heat / Slóvenía) svo einhverjir séu nefndir. 

 

Dennis Schroder (Atlanta Hawks / Þýskaland) átti einnig að spila með þeim þýsku, allt þangað til í gær, en vegna þess að lið Hawks hefur nú ákveðið að treysta á hann sem aðal leikstjórnanda liðsins (sendu Jeff Teague til Indiana) á næsta tímabili, vill hann ekki missa af einni einustu æfingu með þeim þetta undirbúningstímabilið.

 

Hérna er meira um undankeppnina

Fréttir
- Auglýsing -