Snæfell hefur verið í viðræðum við 22 ára leikstjórnandann Sean Burton en hann kemur frá Yorkville, Utica í New york fylki. Það er skemmst frá því að segja að hann er væntanlegur eftir vikutíma eða svo en pappírsvinna er í gangi og kemur hann þegar allt er klárt.
Sean Burton lék með Itcha Bombers hjá Itcha háskólanum í New York fylki og var hann með 22.4 stig og 7 stoðsendingar að meðaltali á síðustu leiktíð. Sean hefur leikið með Itcha síðustu 4 árin og verið þeirra allra fremsti leikmaður og setti hin ýmsu met hjá skólanum. Þetta er öflugur og sprækur strákur sem Snæfellingar binda vonir um að styrki liðið ásamt því að falla vel inn í þéttann hóp. Sean stundaði líka fótbolta á sínum yngri árum og var þar í fremstu röð í skólanum sínum Notre Dame high school.
Við fengum viðbrögð frá Inga Þór þjálfara sem sagði: „Það verður spennandi að fá Sean til liðs við okkur en þetta er strákur sem er að koma beint úr skóla. Sean mun leysa leikstjórnandastöðuna fyrir okkur sem Pálmi Freyr og Gunnlaugur Smára hafa séð um hjá liðinu. Með tilkomu Sean þá erum við ekkert að sigra heiminn, þetta er strákur sem ætlar að hjálpa Snæfell til að sækja að toppnum og verða betri og betri."
Hér er myndband af stráknum og hérna er nánari upplýsingar um hann frá Itcha Collage.
Símon B. Hjaltalín
Mynd: http://bombers.itcha.edu