Keflavík varð Lengjubikarmeistari kvenna í gær eftir spennusigur á Val. Sigurður Ingimundarson var því ekki lengi að finna sinn fyrsta titil í endurkomunni. Sara Rún hefur farið mikinn með Keflavík á undirbúningstímabilinu en hún hefur litla sem enga pásu fengið eftir síðasta tímabil enda landsliðssumar að baki og þaðan beint inn í undirbúninginn með Keflavík.