Sara Rún Hinriksdóttir átti góðan leik fyrir Phoenix Constanta þegar liðið tapaði fyrir toppliði Arad í rúmensku þjóðardeildinni, 63-55.
Sara var stigahæst hjá Constana með 13 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa tvær stoðsendingar á 34 mínútum.
Constanta er sem stendur í sjötta sæti í deildinni með þrjá sigra í níu leikjum á meðan Arad hefur unnið alla níu leiki sína til þessa.
