spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún stigahæst í fyrsta leik undanúrslita

Sara Rún stigahæst í fyrsta leik undanúrslita

Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta máttu þola tap í dag í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns gegn Sepsi Sic Sfantu Gheorghe í Rúmeníu, 75-68.

Á rúmri 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Sara Rún 16 stigum, 5 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta, en hún var stigahæst í liði Phoenix í dag.

Það er stutt á milli leikja í einvíginu, næsti leikur er strax annað kvöld föstudag 8. apríl, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -