Um 140 leikmenn á aldrinum 7-18 ára eru þessa helgina samankomin á Flúðum í körfuboltabúðum Hrunamanna, en búðirnar eru nú haldnar í níunda skiptið. Líkt og árin á undan er þar einvalalið þjálfara sem stýra æfingum. Þetta árið eru þar Helena Sverisdóttir, Finnur Freyr Stefánsson og Ægir Þór Steinarsson svo einhverjir séu nefndir, en yfirþjálfari búðanna er Árni Þór Hilmarsson.
Hérna er hægt að fylgja búðunum á Facebook
Þetta árið fengu búðirnar tvo góða gesti í heimsókn. Á laugardeginum kom landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir og hélt fyrirlestur búðanna, þar sem hún sagði frá sínum feril og hvað hún hafi gert til að ná jafn langt og hún hefur gert. Þá kom nýkrýndur Íslandsmeistari með Þór og verðandi leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanum Styrmir Snær Þrastarson til þess að veita verðlaun búðanna og gefa eiginhandaráritanir.