Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir er komin aftur af stað með Sedis í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta eftir að hafa verið frá vegna meiðsla, en nú um helgina mátti liðið þola ósigur gegn Avenida, 65-59.
Á 10 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún þremur stigum og tveimur fráköstum.
Sara Rún og Sedis eru eftir leikinn í 13. sæti deildarinnar með tvo sigra og sjö töp það sem af er tímabili.