Sara Rún Hinriksdóttir og Faenza lögðu Lucca í lokaleik deildarkeppni ítölsku úrvalsdeildarinnar, 68-72.
Á rúmum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 9 stigum, 5 fráköstum og stoðsendingu.
Faenza enduðu í 10. sæti deildarinnar og munu því fara í fjögurra liða úrslit upp á að halda sæti sínu í deildinni. Í fyrstu umferð mun þær mæta liðinu úr 13. sæti, Valdarno.