Sara Rún Hinriksdóttir og Faenza unnu Valdarno í dag í Serie A1 á Ítalíu, 68-80.
Faenza eru eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar með tvo sigra og tvö töp það sem af er tímabili.
Á rúmum 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara 5 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu.
Næsti leikur Söru og Faenza er þann 22. október gegn Campobasso.