spot_img
HomeFréttirSara Rún nýliði vikunnar í MAAC deildinni

Sara Rún nýliði vikunnar í MAAC deildinni

Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir var valin nýliði vikunnar í MAAC deildinni sem Canisius skólinn spilar í. Hún skoraði 8 stig að meðaltali í tveimur leikjum vikunnar og var með 58,3% skotnýtingu. Eftir erfiða byrjun virðist Sara vera að finna taktinn. Er þetta ekki bara það sem koma skal? Karfan.is heyrði í Söru fyrir skömmu.

 

"Veit ekki, er að reyna að koma mér inn í leikinn hérna úti. Finnst þetta allt öðruvísi en heima," segir hún hlæjandi. "Þetta tekur tíma og vonandi venst ég leiknum."

 

Sara segir leikinn og sérstaklega vörnina vera mun hraðari en hún hefur vanist. "Það eru mjög hraðar skiptingar þannig að þú hefur í rauninni lítinn tíma til að reyna að sanna þig."

 

Undirbúningur fyrir leiki er á allt öðru plani. "Fyrir hvern leik þurfum við að læra veikleika og styrkleika hjá flestum leikmönnunum í hinu liðinu. Þurfum að læra kerfin þeirra og hvernig við dekkum þau." Ef einbeitingin er ekki 100% er alltaf sæti á bekknum. Annars er þetta algjört æði!" 

 

"Ég elska hvernig þjálfararnir eru alltaf að reyna að gera þig að betri leikmanni – á hverjum degi! Það er mjög gaman að vera að upplifa drauminn sinn."

 

Sara vildi koma þökkum til Margrétar Rósu, liðsfélaga síns, sem hefur hjálpað henni mikið að aðlagast nýju umhverfi.

Fréttir
- Auglýsing -