Sara Rún Hinriksdóttir og Sedis lögðu um helgina Pajariel Bembibre í Liga Endesa á Spáni, 84-67.
Á 12 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 10 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu.
Eftir leikinn eru Sedis í 12. sæti deildarinnar með fjóra sigra og sex töp eftir fyrstu tíu umferðirnar.