Sara Rún Hinriksdóttir heldur áfram að gera flotta hluti í bandaríska háskólaboltanum. Á mánudag var hún valin leikmaður vikunnar í MAAC deildinni sem lið hennar Cancius leikur í.
Sara var með 21 stig, 8,5 fráköst og 4 stoðsendingar í tveimur leikjum í vikunni. Þá var hún meðal annars með tvöfalda tvennu í sigri á Siena þar sem hún var með 18 stig og 12 fráköst.
Keflvíkingurinn er með 13,6 stig og 8,2 fráköst að meðaltali í leik fyrir Cancius. Hún er hæst í liðinu í báðum tölfræði þáttum og er meðal tíu efstu í MAAC deildinni.
Sara er á sínu síðasta tímabili með skólanum en hún mun leika með Keflavík eftir að tímabili hennar lýkur í Bandaríkjunum.