Ísland mætir Tyrklandi á morgun í Izmit í næst síðasta leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025. Það sem af er keppni hefur íslenska liðið unnið einn leik og tapað þremur.
Allir fjórir leikir liðsins hafa þó verið nokkuð spennandi, en í fyrri leik Íslands gegn Tyrklandi í Ólafssal voru þær nálægt því að fara með sigur af hólmi.
Leikur morgundagsins er í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsendingin kl. 15:50.
Hérna er 12 leikmanna hópur Íslands
Karfan sló á þráðinn til Tyrklands og heyrði í Söru Rún Hinriksdóttur. Sara er að leika sína fyrstu leiki fyrir liðið í tvö ár, en hún missti af fyrstu fjórum leikjum undankeppninnar vegna meiðsla. Varðandi hvernig henni þætti að vera aftur komin af stað með landsliðinu sagði Sara: ,,Bara frábært, ég hef verið óheppin með meiðsli síðustu glugga þannig mjög spennt að fá að vera með núna og taka slaginn með þeim” Þá sagði hún að búast mætti við að hún myndi leggja sitt af mörkum til að hjálpa liðinu, að hún myndi byja á að tuddast vel í tyrkjunum og síðan myndi hún bara njóta leiksins og berjast með íslenska liðinu.
Íslenska liðið hefur gert gífurlega vel í leikjunum fjórum til þessa í keppninni. Í fyrri leik sínum gegn Tyrklandi fyrir rúmu ári síðan var liðið grátlega nálægt því að ná í sigur. Þar náði liðið að spila vel á styrkleikum sínum og berjast vel fyrir öllu í leiknum, en varðandi Tyrkland og hvað íslenska liðið þyrfti að gera til að ná í úrslit sagði Sara: ,,Þær vilja hægja á leiknum og fá boltann inní teig á meðan okkur langar að spila hraðari bolta og keyra á þær. Við erum einnig með góðar skyrtur sem við þurfum að finna”
Ásamt leiknum gegn Tyrklandi mun íslenska liðið leika annan útileik þann 9. febrúar gegn Slóvakíu, en það er nokkuð óvenjulegt að báðir séu leikirnir leiknir á útivelli í gluggum keppninnar. Liðið er því á ansi löngu ferðalagi þessa dagana, en Söru sagðist lítast vel á þetta, enn frekar sagði hún: ,,kostir eru að ná mikið af æfingum og tíma til að bonda aðeins. Fengum líka að nýta off tímann okkur og fórum á Euroleague leik sem var mjög gaman. Gallar kannski að maður er alltaf smá stífur eftir mikið ferðalag, en það gekk bara ágætlega þannig við erum bara í góðum gír”
Ísland mætir Tyrklandi komandi fimmtudag 6. febrúar í beinni útsendingu á RÚV kl. 15:50