spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún atkvæðamikil í öruggum sigri gegn Bucuresti

Sara Rún atkvæðamikil í öruggum sigri gegn Bucuresti

Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta lögðu Bucuresti örugglega í dag í rúmensku úrvalsdeildinni, 79-34.

Eftir leikinn er Phoenix í 4. sæti deildarinnar með 33 stig.

Á tæpum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 17 stigum, 7 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 stolnum boltum, en hún var framlagshæst í liði Phoenix í leiknum.

Næsti leikur Söru og Phoenix er þann 23. mars gegn Targu Secuiesc.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -