Hamar og Selfoss áttust við í áður frestuðum leik í kvöld. Leikurinn átti upphaflega að vera á Föstudaginn, en vegna veikinda í leikmannahópi Selfoss, varð að fresta leiknum til Þriðjudags. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið en Hamarsmenn berjast að kappi um 1.sæti deildarinnar, á meðan Selfoss reynir að komast í fimmta og síðasta sætið sem veitir þáttöku í úrslitakeppninni.
Hamarsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust fljótt í 10 stiga forustu 19-9. Selfyssingar virtust ekki alveg vera búnir að hreinsa úr sér flensuna, og jóku Hamarsmenn en frekar við forskotið, Staðan 36-16 að loknum 1.leikhluta.
Í öðrum fjórðungnum var jafnræði á með liðunum og var munurinn að rokka á milli í 14-20 stigum. Selfoss kláraði hins vegar leikhlutann ögn betur og náðu að koma leiknum í 11 stiga mun 58-47 í hálfleik.
Þriðji leikhluti einkenndist af mikilli hörku og voru Selfoss full grimmir á köflum en í lokleikhlutans lét Svavar Stefánsson leikmaður Selfoss henda sér útúr húsi fyrir óíþróttamannslega hegðun, en áður hafði hann fengið dæmda á sig U-villu. Alls voru dæmdar 5 tæknivillur og 3 óíþróttamannslegar villur í leiknum á bæði lið og má því segja að mikill skjálfti hafi verið í mönnum, líkt og oft er í góðum grannaslögum. Selfoss var alltaf skrefi á eftir Hamarsmönnum í leiknum, en í hvert skiptið sem þeir virtust ætla koma sér í leikinn náðu Hamarsmenn að svara. Minnst fór munurinn niður í 8 stig í upphafi leikhlutans, en Hamarsmenn leiddu með 16 stigum fyrir fjórða leikhlutann.
Svipaða sögu er að segja um fjórða líkt og þriðja leikhlutann, en Selfoss var alltaf að elta Hamarsmenn. Ákveðinn vendipunktur varð svo í stöðunni 89-79 þegar Everage Richardson setti niður sniðskot og fékk villu að auki. Þá virtist varamannabekkur Selfoss hafa fengið sig fullsaddan að dómgæslunni og uppskáru þeir tvær tæknivillur í röð. Hamar fékk því 4 stiga sókn og munurinn orðinn 14 stig 93-79 og rúmlega 3 mínútur til leiksloka. Hamarsmenn unnu að lokum með 16 stiga mun 99-83.
Michael Philips fór fyrir heimamönnum með 32 stig og 8 fráköst, en næstur honum var Everage með 19 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar.
Hjá gestunum var það Christian Cunningham sem var atkvæðamestur með 28 stig og 14 fráköst,en Kristijan Vladovic gerði 21 stig.
Liðin mætast aftur eftir tæpa viku eða á Mánudaginn 16.mars og eiga Selfoss harma að hefna í þeim leik. Aftur á móti spila þeir einn leik í milli tíðinni gegn Sindra á útivelli.
Umfjöllun, viðtöl / Ívar Örn