spot_img
HomeFréttirSannkallaður iðnaðarsigur undir 16 ára liðs drengja gegn Danmörku

Sannkallaður iðnaðarsigur undir 16 ára liðs drengja gegn Danmörku

Undir 16 ára lið drengja vann gegn Danmörku á Norðurlandamótinu í Kisakallio í sínum fjórða leik, 78-69. Liðið því búið að vinna 2 og tapa 2 leikjum en þeir eiga leik gegn Finnlandi í lokaleik mótsins á morgun kl. 12:15.

Fyrir leik

Fyrir leik var íslenska liðið búið að spila þrjá leiki, unnið einn og tapað tveimur á meðan Danmörk hafði tapað öllum þremur leikjum sínum og var ennþá í leit að sínum fyrsta sigri.

Í byrjunarliði Íslands í dag voru Patrik Birmingham, Leó Steinsen, Jakob Leifsson, Róbert Óskarsson og Sturla Böðvarsson.

Gangur leiks

Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta og bæði lið spiluðu góða vörn. Íslenska liðið átti erfitt með að komast í gegnum þétta vörn Dana. Danska liðið skaut marga þrista en hittu fáum. Staðan í lok fyrsta fjórðunugs var jöfn 18-18. Í öðrum leikhluta fór íslenska liðið vel af stað og var komið í 8 stiga forskot eftir tvær mínútur. Ísland hélt þessu forskoti út leikhlutann en Danmörk var aldrei langt á eftir. Ísland leiddi með 7 stigum í lok fyrri hálfleiks, 45-38

Í seinni hálfleik hélt íslenska liðið svipuðum dampi en Danir þokuðust stöðugt nær eftir því sem leið á fjórðunginn. Íslenska liðið náði sér ekki á strik eftir fína byrjun og komust Danir yfir í stöðuna 50-51 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Staðan í lok þriðja leikhluta 52-56 Danmörku í vil. Íslenska liðið mætti í síðasta fjórðunginn eins og það væri á leið í stríð og spiluðu af ógnarkrafti. Þegar 3 mínútur voru eftir var Ísland búið að brúa bilið og komið í fimm stiga forystu, 71-66. Íslenska liðið gaf ennþá meira í á loka mínútum leiksins og endaði með 9 stiga mun lokatölur, 78-69.

Atkvæðamestir

Atkvæðamestur fyrir Ísland var Jakob Leifsson með 16 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Honum næst var Patrik Birmingham með 12 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar.

Hvað svo?

Íslenska liðið á lokaleik á morgun gegn heimamönnum í Finnlandi kl. 12:15.

Tölfræði

Fréttir
- Auglýsing -