Valskonur tóku á móti Tindastól í 13. umferð Bónusdeildar kvenna. Fyrir umferðina þá var Valur í 8. sæti með 8 stig en Tindastóll 3. sæti með 16 stig. Tindastólskonur hafa verið geysisterkar í vetur og komið mörgum á óvart. Valskonur hafa ekki átt það tímabil sem búist var við af þeim, það mátti því búast við að róðurinn yrði erfiður fyrir heimakonur. Valur vann þó fyrri leikinn á Sauðárkróki með 21 stigi. En leikurinn ………….
Valskonur byrjuðu leikin töluvert betur og áttu Tindastóll í mesta basli að koma boltanum ofan í. En Valur náði þó engu afgerandi forystu voru með mun verri skotnýtingu en mun fleiri fráköst. Tindastóll náði að minnka muninn í eitt stig, en þá kom áhlaup frá Valskonum og leiddu þær 21-12.
Annar leikhlutinn var í járnum lengst af, bæði lið að skora svipað mikið eða kannski frekar lítið, en manni finnst eins og að Tindastóll sé að hafa meira fyrir sínum skotum. Þegar leikhlutinn var nánast búinn voru þær með eina þriggja stiga af sjö ofan í. Valskonur sýndu þó betri leik í lokin og þær fóru með sanngjarna forystu í hálfleikinn 37-25.
Tindastólskonur komu ákveðnar út í seinni hálfleikinn og náðu að saxa á forskotið niður í 3 stig, þá vöknuðu heimakonur og þær náðu aftur tökum á leiknum. Tindastóll fór allavega að frákasta mun betur en áður og það skilaði því að þær unnu leikhlutann með 7 stigum og Valur því aðeins með 57-53 forystu fyrir síðasta leikhlutann.
Það var ljóst á báðum liðum að það var spenna í leiknum, bæði lið mjög mistæk í sókninni, sendingar misfórust hjá báðum liðum. Þegar þrjár mínútur voru búnar þá voru bæði lið búin að skora sitthvor 2 stigin. En flottur þristur frá Dagbjörtu þegar rúmar tvær mínútur voru eftir ásamt frábærum varnaleik, lagði grunninn af sanngjörnum sigri Valskvenna 73-64.
Hjá Valskonum var Alyssa Cerino stighæst með 16 stig, Sara Líf átti frábæran leik, ódrepandi baráttuandi tók 8 fráköst og 4 stolna bolta. Hjá gestunum var Edyta Falenzcyk stighæst með 17 stig.
Næstu leikir þessara liða er 15. janúar, þá heimsækja Valskonur Haukana og á sama tíma verður norðurlandsslagur, þegar Tindastóll fær Þórsara frá Akureyri í heimsókn.