spot_img
HomeFréttirSannfærandi sigur strákanna á Dönum

Sannfærandi sigur strákanna á Dönum

Byrjunarlið Íslands: Þórir, Ingvi, Eyjólfur, Jón Arnór, Yngvi

 

Fyrri hálfleikur:

Strákarnir okkar byrjuðu leikinn í kvöld af krafti og leikgleðin skein af þeim þar sem þeir spiluðu hvorn annan upp óeigingjarnt hvað eftir annað og spiluðu hraðann og skemmtilegan bolta. Þórir og Ingvi settu tvo þrista í fyrstu skotum leiksins og komu Íslandi í 6:0. Í stöðunni 19:9 komu Danir til baka og minnkuðu í 19:15 áður en Adam svaraði með körfu og íslenska liðið duglegt að taka fráköstin í vörninni. Staðan eftir 1. leikhluta 23:19 fyrir Ísland.

 

Strákarnir byrjuðu af sama krafti og í upphafi leiksins í 2. leikhluta og breyttu stöðunni í 30:19 sér í vil. Þá tóku Danir við sér og tóku 16-0 sprett gegn okkar strákum og komust í 30:35 áður en Ingvi setti fjögur víti í röð. Leikhlutinn fór 11:19 fyrir Dani og staðan í hálfleik 34:38.

 

Ingvar Guðmundsson stigahæstur í hálfleik með 11 stig og Þórir Þorbjarnarson með 9 stig.

 

Seinni hálfleikur:

Einar Árni fór vel yfir hlutina í hálfleiknum með sínum strákum og benti á eitt og annað sem betur mætti fara og eitthvað hafa strákarnir hlustað á skipstjórann því þeir minnkuðu strax muninn með frábæri byrjun og komust yfir 42:35. Eftir það var mikil barátta beggja liða og leikhlutinn var jafn það sem eftir var. Ísland vinnur leikhlutann 21:13 og staðan 55:51 fyrir lokaleikhlutann.

 

Sigurkarl opnar fjórða leikhluta með tveimur körfum í röð. Í vörninni spila strákarnir okkar stíft og berjast um hvert frákast í sameiningu með frábæri liðsvörn. Hægt og rólega taka þeir öll völd í vörn og sókn og þeir voru komnir með tíu stiga forskot þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og gáfu ekkert eftir, sigldu sigrinum heim 76:61.

 

Stigahæsti leikmaður Íslands í leiknum og frákastahæstur var Þórir „Turbo“ Þorbjarnarson sem var frábær með 26 stig og 8 fráköst, Ingvar Guðmundsson fór mikinn í fyrri hálfleik og var með 15 stig og Adam Ásgeirsson með 14 stig og frábæra nýtingu, 4/5 inni í teig og 2/3 fyrir utan línuna.

 

Frábær liðssigur U18 karla í fyrsta leik og á morgun er það leikur gegn Noregi.

 

Punktar:

· Þriggja stiga nýting Íslands var 10 af 25 eða 40%

· Ísland vann frákastabaráttuna 36:32

· Liðin töpuðu bæði full mikið af boltum, Ísland með 26 gegn 31 hjá Dönum.

 

Tölfræði

Myndir

 

Viðtöl:

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -