Tvö lið sem bæði hafa afrekað að landa bikartitli í Höllinni fyrir ekki svo löngu síðan, Snæfell árin 2008 og 2010 en Stjarnan 2009. Því mikið í húfi hjá liðunum í leiknum að sjá hver kæmist í Höllina og mæta þar Grindavík.
Byrjunarliðin.
Snæfell: Jón Ólafur, Asim McQueen, Sveinn Arnar, Pálmi Freyr, Jay Threatt.
Stjarnan: Marvin Valdimas, Justin Shouse, Brian Mills, Jarrid Frye, Fannar Freyr.
Stjörnumenn komu gráðugir í leikinn komust í 2-8 og spiluðu mjög vel í upphafi. Snæfell var aftur á móti stífir í sóknum sínum og gerðust ansi mistækir. Vörn Stjörnunnar var aftur á móti þétt og sóknir virkuðu léttar og einfaldar þar sem þeir komust í 4-15 þar sem Fannar var að drita þristum. Jay Threatt vildi líka skjóta stóru skoti og minnkaði munin í 10-15 og aftur 15-19. Það var líkt og mönnum líkaði illa við að skjóta innan við þriggja stiga línuna því allnokkrir flugu á kafla, ekki allir ofan í samt. Hittni Snæfells var köld og slök þegar Stjarnan leiddi orðið 20-31. Staðan eftir fyrsta hluta 25-33 fyrir Stjörnumenn.
Jarrid Frye hafði verið einkar drjúgur fyrir Garðbæinga en Jay Threatt hjá Snæfelli en Snæfellingar voru oft óheppnir í sóknum sínum þrátt fyrir góð skot en ofaní vildi boltinn ekki en stilltu upp í svæðisvörn og reyndu að róta upp sóknir Stjörnunnar þegar staðan var 30-37. Á móti hélt Stjarnan 10 stiga forskoti 33-43. Sigurður Þorvalds setti þrist og Kjartan Atli svaraði að bragði undir lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var 38-54.
Jay Threatt hafði sett niður 14 stig fyrir Snæfell en Jarrid Frye 15 stig og Jovan Zdravevski 10 stig fyrir Stjörnuna. Snæfelli vantaði meira frá öðrum úr byrjunarliðinu bæði í vörn og sókn sem og flestum bara á meðan Stjarnan skartaði ágætis leik.
Stjarnan byrjaði vel í upphafi seinni hálfleiks og leikurinn strax harðari í pústrum þegar Garðbæingar leiddu 40-59 vel stemmdir í þessum leik. Snæfelingar voru gríðalegamistækir í flestu sem þeir tóku sér fyrir hendur og virtust ráðalausir þegar þeir tóku leikhlé í stöðunni 42-61. Snæfell reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn og voru komnir nær 52-66 þegar Stjarnan smellti næstu fimm stigum 52-71 og virtust komast í skot hvar sem var og hitta. Staðan var 58-72 fyrir Stjörnuna eftir þriðja fjórðung og Snæfellingar þurftu að fara að taka vel á því til að komast í séns.
Snæfell hélt sér aftan í Stjörnumönnum 10-12 stigun á eftir í fjórða leikhluta og staðan var 65-77 þegar 6 mínútur voru eftir. Snæfellsmenn reyndu pressu sem dugði oft ekki og sérstaklega þegar Marvin fékk að labba einn inn fyrir og troða 67-79. Jón Ólafur fékk sína fimmtu villu þegar tæpar 5 mínútur voru eftir. Justin Shouse sá til þess að Stjörnumenn færu rólega í gegnum síðustu mínúturnar með þrist sem gaf þeim 19 stiga forskot 71-90. Stjörnumenn spiluðu allan leikinn sannfærandi og voru tilbúnir frá upphafi allstaðar á vellinum. Stjörnumenn mæta svo Grindavík í Höllinni í úrslitaleik 16. febrúar eftir sigurinn á Snæfelli 71-92.
Snæfell: Jay Threatt 21/6 frák/9 stoðsendingar. Sigurður Þorvaldsson 12/frák. Hafþór Ingi Gunnarsson 10/4 stoðs. Asim McQueen 9/8 frák. Sveinn Arnar Davíðsson 8. Ólafur Torfason 7. JónÓlafur Jónsson 6/4 frák. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2. Stefán Karel 0. Tinni Guðmundsson 0. Óttar Sigurðsson 0. Kristófer Sævarsson.
Stjarnan: Jarrid Frye 21/4 frák. Brian Mills 14/11 frák/4 stoðs. Justin Shouse 14/7 frák/8 stoðs. Marvin Valdimarsson 13/8 frák. Jovan Zdravevski 13. Fannar Freyr Helgason 13/9 frák. Kjartan Atli Kjartansson 3. Sæmundur Valdimarsson 1. Dagur Kár 0. Magnús Bjarki 0. Tómas Þórður 0.
Símon B. Hjaltalín.