spot_img
HomeFréttirSamuel Prescott í Fjölnir

Samuel Prescott í Fjölnir

 

Fjölnir hefur sagt upp samningi sínum við Tony Freeland og samið við Samuel Prescott í staðinn. Prescott er 26 ára bakvörður sem er alls ekki ókunnugur 1. deildinni, en árið 2016 lék hann með Hamri í Hveragerði. Það tímabil spilaði hann 20 leiki og skoraði í þeim 29 stig, tók 9 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum.

 

Fyrsti leikur Prescott fyrir Fjölnir mun vera í kvöld kl. 19:15 þegar að liðið mætir Snæfell.

 

Fréttir
- Auglýsing -