Breiðablik er komið í startholurnar fyrir næsta tímabil og fimmtudaginn 26. maí voru undirritaðir leikmannasamningar við 11 leikmenn meistaraflokks. Breiðablik hefur á að skipa mjög ungu og efnilegu liði sem er að mestu skipað leikmönnum úr drengja og unglingaflokk félagsins. Þorsteinn Gunnlagusson, einn besti leikmaður 1. deildar á síðasta tímabili, verður áfram með Blikum næsta tímabil.
Mikill metnaður er innan félagsins og allir sem að liðinu koma staðráðnir í að koma Breiðabliki í fremstu röð á ný en liðið lék í úrslitakeppni um laust sæti í úrvalsdeild á síðasta tímabili eftir að hafa fallið úr úrvalsdeild árið áður. Þjálfari meistaraflokks karla er Sævaldur Bjarnason og hann nýtur aðstoðar Guðmundar Daða Kristjánssonar sem sér um styrktar og snerpuþjálfun meistaraflokka félagsins.
Við félagið sömdu:
Sævaldur Bjarnason þjálfari, Hákon Már Bjarnason, Helgi Freyr Jóhannsson, Snorri Hrafnkelsson, Atli Örn Gunnarsson, Hjalti Már Ólafsson, Arnar Bogi Jónsson, Ívar Örn Hákonarson, Þorsteinn Gunnlaugsson, Rúnar Pálmarsson og Ágúst Orrason.