spot_img
HomeFréttirSambíómótið

Sambíómótið

 
Næstu helgi þann 5. og 6. nóvember mun körfuknattleiksdeild Fjölnis halda sitt árlega mót. Mótið hefur fyrir löngu skipað sér í sess með stórmótum vetrarins og þar má sjá margar af stjörnum framtíðarinnar.
Auk þess að keppa er ýmislegt annað gert, þar sem m.a. er farið í bíó og sund en ekki má gleyma kvöldvökunni þar sem börn og foreldrar skemmta sér saman.
 
Mótið er ætlað iðkendum 11 ára og yngri, bæði stelpum og strákum. Leikið er 2*10 mín. þar sem leikklukka er ekki stöðvuð. Að venju er ekki keppt um sæti heldur leikgleðin látin ráða ríkjum.
 
 
Skráningu líkur miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20.
Þátttaka tilkynnist í tölvupósti á netfangið [email protected]  
Fréttir
- Auglýsing -