spot_img
HomeFréttirSAMbíómót 2015

SAMbíómót 2015

Um 570 krakkar, stelpur og strákar fædd 2004 og síðar, frá 14 félögum voru mættir til leiks á SAMbíómóti Fjölnis sem fram fór í Grafarvogi um síðustu helgi. Þetta er í átjánda skiptið sem mótið er haldið og í ár var leikið var á 8 völlum, í Dalhúsum, Rimaskóla og Vættaskóla. Þar mátti sjá margar af framtíðarstjörnum körfuboltans, bæði stúlkur og drengir, stíga sín fyrstu skref á körfuboltavellinum og gleðin skein úr hverju andliti. Mörg flott tilþrif sáust á mótinu sem gefa góð fyrirheit um framtíð körfuboltans á Íslandi. 

Á laugardeginum bauðst þátttakendum ásamt liðsstjórum og þjálfurum að fara í bíó í SAMbíóunum Egilshöll. Þeir sem vildu gátu farið í hrekkjavöku-andlitsmálun og búningagerð eftir kvöldverð að kvöldi laugardags, áður en haldið var í blysför þar sem gengið var frá Rimaskóla yfir í Dalhús. Á kvöldvökunni í Dalhúsum héldu leynigestirnir, Nökkvi Fjalar og Egill úr Áttunni, uppi stemningunni þar sem þeir sungu og dönsuðu með krökkunum við góðar undirtektir. Hluti liðanna nýtti sér þann möguleika að gista í Rimaskóla enda alltaf spennandi að fá að njóta samverunnar með vinunum.   

Allir þátttakendur fengu verðlaun í mótslok, en líkt og fyrri ár var ekki keppt um sæti og stigin ekki talin á mótinu. Áherslan var lögð á að hafa gaman með vinum sínum og spila körfubolta. 

 

Nánari upplýsingar um mótið má finna á https://sambiomot.wordpress.com/

Myndir frá mótinu 

Fréttir
- Auglýsing -