Bandarískur leikmaður Þórs Vincent Shahid sakar Hauka um íþróttamannslega hegðun með færslu á Instagram Stories nú í dag. Í færslunni sem hægt er að sjá hér fyrir neðan sýnir hann tvö ólík atvik úr síðasta leik Þórs gegn Haukum í 8 liða úrslitum Subway deildarinnar. Í því fyrra vænir hann leikmann Hauka Breka Gylfason um að viljandi stíga á höndina sína, en í því seinna bendir hann á villu sem hann fékk þó dæmda í þriggja stiga skoti seinna í leiknum með textanum “Þetta er ekki körfubolti”
Þá lætur hann fylgja merkingu á bæði KKÍ og Subway deildina með þeim skilaboðum að enginn leikmaður muni vilja spila í deildinni ef þeir leyfi körfuboltanum að vera leikinn á þennan hátt.
Þór vann þennan síðasta leik gegn Haukum í Þorlákshöfn nokkuð örugglega, 96-75 og jafnaði einvígið 1-1. Þar skilaði Vincent 14 stigum og 8 stoðsendingum, en hann hefur verið frábær fyrir sína menn það sem af er tímabili, með 28 stig, 5 fráköst og 9 stoðsendingar að meðaltali í 20 leikjum fyrir félagið.