Jóhannes Árnason þurfti fyrir ári síðan að lúta í grasi fyrir liði Keflavíkur í úrslitum um þann stóra en í kvöld fór hann með sigur úr Keflavíkinni og hefur stolið af þeim heimaleikjaréttinn. Í stuttu spjalli við Karfan.is hafði hann þetta að segja.
“Leikplanið sem ég kom með hér í dag gekk ekki upp nema að því leyti að ég fór héðan með sigur. Í fyrra töpum við 2 leikjum hér með 1 stigi og reynslan síðan þá er að skila sér í dag. Þær sem að töpuðu hér þá hafa lært af reynslunni og það er að sýna sig. En það eru enn 2 leikir eftir”
Þú segir 2 leikir eftir. Gerir þá ráð fyrir því að vinna þetta 3-0
“Já að minnstakosti. Nei án alls gríns þá þurfum við 2 sigurleiki í viðbót. Við vorum reyndar að tapa boltum hér í kvöld og missa sóknarfráköstin til þeirra aðeins. Svo hefði Hildur mátt eiga betri leik” sagði Jóhannes Árnason með vel smurt af kaldhæðni þarna, þar sem að Hildur var langbesti leikmaður vallarins í kvöld.