spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Vodafonehöllinni: Helgi Jónas og Igor Tratnik

Sagt eftir leik í Vodafonehöllinni: Helgi Jónas og Igor Tratnik

 Helgi Jónas Guðfinnsson var ekkert svakalega ánægður með spilamennsku sinna manna eftir 10 stiga sigur á Val í Vodafonehöllinni í kvöld.  Grindvíkingar eltu nánast allan leikinn en sigu svo framúr í fjórða leikhluta. 
 "Við bara mættum ekki tilbúnir, þetta er búið að vera á þessa leið síðustu þrjá leiki, með þessum meðtöldum.  Við vorum bara heppnir í dag, mjög heppnir.  Menn eru bara andlausir og bara nenna þessu ekki". 

Var þetta vanmat?

"nei eins og ég segi, þetta er búið að vera á niðurleið hjá okkur.  Menn bara komu ekki tilbúnir eins og flestir sáu en það er kannski ágætur tímapunktur að vera ekki að toppa núna.  það er það jákvæða við þetta".  

Þessi spilamennska hefði kannski ekki gefið ykkur tvö stig öll kvöld, áttu einhver svör við þessu?

"Það er nokkuð ljóst.  Við höfum kannski ekki verið að fá þessa topp leiki og það er kannski að hafa áhrif á menn, að þeir ná ekki að mótivera sig.  Það er kannski á mínum hlut líka að reyna að hjálpa mönnum upp en það gekk ekki í dag.  Ég verð að taka sök á mig þar".   

Menn hljóta nú samt að vera ánægðir með stigin?

"Jájá, við tökum alveg þessi stig þó þau hafi ekki verið falleg". 

Igor Tratnik var stigahæsti maður Vals í gærkvöldi með 22 stig en hann náði þó ekki að klára leikinn þar sem hann fór útaf með 5 villur um miðjan fjórða leikhluta.  Igor fór á köflum illa með stóru menn Grindavíkur og sýndi virkilega góðan sóknarleik.

Hvað var það sem breyttist í leik Vals fyrir þennan leik?

"Við tókum þetta skrefinu lengra, fórum að berjast.  Vorum ekki að hugsa um stigatöfluna og vorum bara að spila okkur leik.  Það virkaði í þrjá leikhluta en þá lentum við í villuvandræðum.  Það var líklega okkar stærsta vandamál en ég og Austin lentum í, ef ekki hefði verið fyrir það hefði kannski farið öðruvísi".  

Hversu svekkjandi var að fá þessa fimmtu villu?

"Ég held að það sé það erfiðasta fyrir körfuboltaleikmann,  maður getur ekkert gert til að hjálpa liðinu.  Maður getur bara horft á".

Hvað taka Valsmenn úr leiknum í kvöld?

"Við ætlum að byggja á leik kvöldsins og reyna að ná okkur í einhverja sigra".

 Mynd: [email protected]

[email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -