spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Síkinu

Sagt eftir leik í Síkinu

Til hamingju með sigurinn. Þetta var tiltölulega auðvelt hjá ykkur mestallan leikinn, hvernig fannst þér þínir menn spila í kvöld?
 
“Ég var ánægður með vörnina lengstum, vorum fastir fyrir í vörn og skiptum vel á skrínum, að halda þeim undir 70 stigum er ég ánægður með. Vorum lengi fannst mér í gang í sókninni, vorum mikið að vinna sem einstaklingar í fyrri hálfleik, töluðum um það í hálfleik.
 
Meiri liðsbragur á þessu í seinni hálfleik, en málið er bara fyrst og síðast að það er alltaf mjög þungt og erfitt að spila hérna. Þeir berjast alltaf mikið Stólarnir og oft á tíðum verður þetta barningur.”
 
Nú fannst mér þið taka mikið af þriggja stiga skotum, var það meðvitað?
 
“Við lögðum upp með að ýta boltanum sem mest við gætum inn í teig með stóra og sterka stráka, við erum náttúrulega með margar þriggja stiga skyttur og oft er freistandi að skjóta þegar þú ert opinn og ég skamma ekki þessar skyttur fyrir að skjóta þegar þeir eru opnir.”
 
Hvernig með spána, 1. sætið, er það að setja einhverja pressu á ykkur?
 
“Nei nei, við setjum alla pressu á okkur sjálfir sem við þurfum að setja á okkur, við ætlum okkur stóra hluti og það er eina pressan sem við vitum af.”
 
Hvaða leik eigið þið næst?
 
“Við eigum Fjölni á mánudaginn á útivelli og það er bara áfram gakk, spila góða vörn og rokk og ról bara.”

Jóhann Sigmarsson

Mynd: karfan.is
 

Fréttir
- Auglýsing -